Enn í atvinnuleit. Ég veit ekki hvað ég er að gera vitlaust en mér hefur ekki einu sinni verið boðið í viðtal. Svona var þetta reyndar líka á Íslandi þegar ég var að sækja um skrifstofuvinnur þar. Heyrði aldrei í neinum. Var að pæla í að taka Helgu ráð og breyta eftirnafninu mínu en ég held að það skipti engu hér. Það er ekki mikið um rasisma hér í Ástralíu þar sem helmingur fólks er með "útlenskt" eftirnafn en er samt ástralskst. Er byrjuð að sækja um fleiri verslunarstörf. Sjáum til hvað gerist þar.
Annars vorum við í jarðarför á síðasta laugardag. Frændi hans Patricks dó á miðvikudag (bróðir Maureen). Hann var 83 ára. Þessu var svo bara römpað af í hvelli. Ekkert verið að hafa jarðaförina viku eða 10 dögum eftir dánardag eins og heima. Annars var þetta nú bara svipað og heima (ekki að ég hafi farið í margar jarðarfarir heima). Svo var náttúrulega erfðadrykkja að áströlskum sið...semsagt allt fljótandi í áfengi...ha ha.
Eina sem ég tók eftir í kirkjugarðinum var að það eru sérmerkt svæði fyrir hverja kristna trú. Enska kirkjan er með sitt svæði og Baptista kirkjan og Prosbyterians (hverjir sem það nú eru) eru með sitt svæði. Svo ég fór að hugsa...hmmmmm ef ég og Patrick deyjum (sem mun sennilege einhverntíman gerast) og við látum grafa okkur í Ástralíu þá þurfum við kannski að liggja sitt hvorum megin í kirkjugarðinum. Ég í Lútherska endanum og hann í Kaþólska endanum. Ég ætla nefnilega pottþétt að setja í mína erfðaskrá að ég vil Lútherska jarðaför.....ekkert kaþólskt rugl...he he. Ætli það sé ekki bara best að láta brenna sig. Já bara nokkrar hugleiðingar um dauðan svona til að lífga upp á daginn.
Ok ég verð víst að taka netið úr sambandi. Maureen þarf að nota síman. Já ADSL er ekki enn komið hér í sveitina svo ég býst við að þurfa að nota innhringinet áfram.
2 ummæli:
Þú ert einum of.
Búin að plana jarðarförina, afhverju er ég samt ekki hissa?
Ertu skyld mér?
Hæ, hó! Hvað er að frétta. Ertu komin með vinnu?
Kveðja,
Magga
Skrifa ummæli