Það var hringt í mig frá IBM í fyrradag og ég beðin um að koma í hópviðtal. Ég fór í þetta hópviðtal í gær. Það voru um 40 manns að fara í þetta viðtal. Svo var annað viðtal seinna um daginn.
Við komumst að því að þetta var ekkert viðtal, heldur hópvinna og leikir. Við áttum sem sagt að leysa þrautir saman og IBM fólk fylgdist með manni og skrifaði niður glósur. Þetta var já svona frekar skrýtið en mjög gaman. Okkur var sagt að það voru nokkur hundruð manns sem að sóttu um og voru prófaðir og fyrir hvern einn sem að komst áfram í hópverkefnið þá voru um 20 sem ekki komust áfram. Jahérna! Það verður svo hringt í þá sem komast í VIÐTAL í næstu viku. Veit ekki hvað margir komast í viðtal. Krosslagðir fingur.
Ég hef ekki heyrt frá neinu öðru fyrirtæki í sambandi við vinnu. Það lítur út fyrir að það séu mjög margir að leita sér að vinnu. Ég talaði við strák sem var í hópverkefninu hjá IBM og hann var líka búinn að sækja um fullt og þetta var fyrsta sem hann fékk út úr því. Ég meina, það er þónokkuð af vinnu auglýst en það eru sennilega þúsundir fólks að leita, þó að atvinnuleysi sé lítið.
ST PATRICKS DAY er á morgunn. Maður skundar sennilega inná næsta pöbb (helst írskan) og heldur upp á daginn að írskum sið.
4 ummæli:
Gangi ther vel med atvinnuleitina Olga min. Ja her er sko St.Patrick's Day en voda litid um ad vera nema kannski i Dublin. Annars er eg inni ad reyna ad klara ritgerd en aldrei ad vita hvad vid skotuhjuin gerum i kvold, ef madur kemst einhvers stadar inn fyrir blindfullum Irum!;) Helga.
Þetta hljómar pínu eins og það sé verið að plata þig.........Tilraunadýr
Óska þér bara góðs gengis í atvinnuleitinni! :)
Kveðja,
Magga
Já Erla það er rétt. Við vorum líka látin taka inn einhverjar töflur áður en við byrjuðum..... ehhhhh.
Nei ekki alveg. Þetta var svona meira eins og sumar af SURVIVOR þrautunum.
Skrifa ummæli