miðvikudagur, mars 22

Jæja ég komst áfram eitt skref í viðbót hja IBM. Ég var í viðtali hjá þeim í dag. Frekar erfitt viðtal samt.
Spurningarnar voru einhvernveginn svona: " Segðu okkur frá atviki þar sem þú þurftir að eiga við erfiðan viðskiptavin og hvað þú gerðir", "Hvaða reynslu hefur þú öðlast á síðustu árum sem að er þér verðmætust", " Hverning skipulegguru vinnu þína og finnur út hvaða verkefni er brýnast". Var ótrúlega fegin þegar þetta var búið, var enn meira fegin að hafa sett á mig góðan svitalyktaeyði áður en ég fór í viðtalið. Þessi viðtöl eru gerð til þess að láta mann svitna. Veit ekki alveg hvernig mér gékk.Ég ætti að fá símtal á föstudag eða mánudag, ef ég fæ vinnuna.

Svo var hringt í mig í gær frá dagblaðinu hér í Ballarat og ég var svona hálf tekin í viðtal í símanum. Heyri frá þeim í næstu viku, það er að segja ef ég heyri í þeim.

Meira um atvinnumál. Það er svona eiginlega búið að bjóða mér vinnu í apóteki (nágranni sem vinnur þar). Það hljómar freistandi. Ég ætla fyrst að sjá til hvað kemur út úr þessu IBM dæmi og svo sjá til. Það lítur samt út fyrir að það sé eitthvað að ske í mínum atvinnumálum....loksins :)

Veit ekki hvort það var í fréttunum heima, óveðrið uppí Queenslandi. Vindurinn þar fór víst uppí 300km á klst, sem er frekar mikið jafnvel á íslenskan mælikvarða. Það þarf því varla að segja að það er allt í rústi þarna uppfrá. Það fyndna er (ef að hægt sé að segja að það sé fyndið) að næstum allar banana ekrur Ástralíu voru eyðilagðar. Bananar hafa síðan tvöfaldast í verði og munu halda áfram að hækka. Ástralía flytur ekki inn neina banana vegna strangra sóttvarna svo það er talið að það verði ekki hægt að fá banana í Ástralíu eftir nokkrar vikur. Það mun nefnilega taka allaveganna eitt ár fyrir bananaræktunina að komast í gang aftur. Engir bananar í ár. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta hálf fyndið. Hélt aldrei að ég myndi sakna banana, en jahérna ég held ég muni bara sakna þeirra.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal hugsa til þín þegar ég er að gæða mér á dýrindis banana.

Nafnlaus sagði...

Bananas in pyjamas.

Bananar eru ómótstæðilegir. Bragðgóðir og svo er hægt að nota þá til ýmissa hluta.

Aldan sagði...

Brjóttu fót! samt ekki í bókstaflegri merkingu.. þeir myndu kannski ekki vilja ráða þig ef þú værir þannig "fötluð" ;)

Engir bananar!!! Ég samhryggist þér og öllum krökkunum í kynlífsfræðslu í skólum þarna úti!

Engin bananaterta, ekkert bananabrauð, enginn Sundae!

Helga sagði...

Til hamingju elsku Olga med ad komast svona langt afram i thessum vidtalamalum...og eg bid spennt eftir ad heyra meira fra thessu dagbladamali...erum enn a leidinni ad fara ad hringja,erum ekki buin ad gleyma ykkur!!! Helga og Keith.