Jæja! Fékk símtal í dag frá IBM og ég fékk vinnuna!!!!! Ég trúi því varla ennþá. Ég er ótrúlega fegin, sérstaklega eftir allt sem ég er búin að þurfa að gera hjá þeim. Ég á að mæta á mánudag klukkan 5 (eftir hádegi) í smá kynningu og svoleiðis. Veit ekki enn hvernig vinnutíminn verður þar sem hann er breytilegur. Ég verð að fara að kaupa mér einhver föt um helgina. Mig vantar fleiri skrifstofuföt.
Það var 4 ára brúðkausafmæli okkar í gær. Við héldum upp á það með því að fara út að borða í Ballarat. Rosalega góður matur. Svo var auðvitað skálað í kampavíni.
Ég talaði um strangar sóttvarnareglur hér í Ástralíu í síðasta innleggi. Hér er dæmi: Ég sendi 2 kassa með allskonar dóti frá Íslandi áður en ég flaug út. Setti þá bara í sjópóst sem tekur um 3 mánuði. Annar kassinn kom í dag en hafði auðvitað verið opnaður af tollinum og miði settur í hann. Þeir höfðu tekið jólaskraut úr kassanum ( 6 furuköngla). Það má nefnilega ekki flytja inn fræ eða plöntur. Ef ég vil fá þessa köngla aftur þá verð ég að borga 2200kr og þeir verða spreyjaðir og sendir til mín annars verður þeim bara hennt. Það fyndna er að þessir könglar voru upphaflega keyptir í Ástralíu. Ég held ég ætli ekki að borga rúmlega 2000kall fyrir þá þar sem þeir voru ekki það merkilegir. Nú bíð ég bara eftir hinum kassanum og vona að allt í honum hafi staðist sóttvarnarlögin.
4 ummæli:
Til hamingju með vinnuna og bryllupsafmælið
kv. Hanna
Congratulations.
Kv. Magga
Elsku Olga og Patrick, innilega til hamingju med 4 ara brudkaupsafmaelid! Ja og til hamingju med vinnuna, frabaert hja ther!!! Eg er einmitt enn ad reyna ad fa vinnu herna, fae ekkert enn ;(
Kvedjur,
Helga og Keith.
Til hamingju með brúðkaupsafmæælð : ) Og til hamingju með nýju vinnuna :)
Skrifa ummæli