Ég er búin að vera hér í Dunnstown í 6 daga. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst ég hafa verið miklu lengur hérna. Ég hef reyndar ekki mikið að gera nema sleikja sólina og dunda mér. Patrick fer yfirleitt að vinna 6 eða 7 á morgnanna. Það þýðir samt að hann er kominn snemma heim, eða yfirleitt rétt eftir hádegið.
Ég held ég hafi bara aldrei verið með jafn LITLA flugþreytu og núna. Það tók mig eiginlega bara einn dag að komast yfir þreytuna og enginn svimi eða hausverkur eins og vanter.
Það er að koma tími á að ég fari að leita mér að vinnu. Fríið mitt búið!!! Ég sá vinnu í blaðinu í dag sem ég er að spá í að sækja um. Þetta er skrifstofustarf í Háskóla Ballarats. Veit samt ekki alveg hvaða starfsreynslu maður þarf að hafa. Þetta hljómar samt ágætlega. Sjáum til hvað gerist.
Ég er svo líka byrjuð á æfingarakstrinum á fullu. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég með bílpróf en hef sama sem ekkert keyrt síðan ég fékk það 17 ára gömul. Það er því kominn tími á að maður fari nú eitthvað að nota sér þetta próf, en auðvitað þarf ég æfingu og er Patrick búinn að vera að kenna mér með mikilli þolinmæði. Annars held ég að þetta gangi nú bara ágætlega. Eina er að ég keyri bílinn hennar Maureen sem er gamall Ford Lazer og stýrið á honum er svo ógeðslega þungt að ég veit ekki alveg hvernig mér á eftir að ganga að leggja og svoleiðis......best að fá sér góða tryggingu!
Ætla að fara að huga að kvöldmat. Erum að hugsa að fara að ná í pizzu.
3 ummæli:
Bara að prófa hvort þetta virki. Magga sagði mér að maður yrði að vera bloggari til að commenta en ég held ég sé búin að laga þetta núna.
hallo olga min, gott ad heyra ad allt gengur vel hja ykkur. vid skotuhjuin latum okkur dreyma um astraliuferd,sol og sumar! Bidjum ad heilsa patrick, bless i bili og hafid thad gott, Helga og Keith.
Jæja, loksins, getur maður commentað hjá þér! ;)
Njóttu blíðunnar í Ástralíu.
Á Íslandi er kalt, dimmt og þunglyndislegt.
Kveðja,
Magga
Skrifa ummæli