mánudagur, janúar 9

Þá er maður kominn til Ástralíu í heimkynni annarra kengúra.

Flugið gekk svo sem átakalaust fyrir sig en var auðvitað frekar langt. Flugvélin var líka alveg troðin þannig að manni leið svona smá eins og sardínu í boxi. Það var svo 26 stiga hiti þegar ég kom til Melbourne. Annars hefur mér nú bara sjaldan liðið eins vel eftir svona langt flug. Enginn svimi né hausverkur bara svoldil þreyta eftir mikið svefnleysi.

Ég hef það bara gott eins og er. Þetta er bara annar dagurinn minn hér og ég tek því bara rólega. Ég held ég hafi komið með eitthvað af rigningunni heima með mér því það er búið að rigna eins og andskotinn hér í dag, sem er svo sem ekki slæmt því það er allt algjörlega skrælnað.

Jæja, ég held áfram að blogga hérna, svona þegar ég hef eitthvað að segja.

2 ummæli:

tisa sagði...

svoldil ... SVOLDIL, Olga ekki gleyma móðurmálinu.

En kommentin eru eitthvað skringilega stillt hjá þér...

Helga sagði...

hallo olga min!gaman ad sja nytt blogg hja ther, bidjum ad heilsa patrick! Helga og keith.