miðvikudagur, janúar 4

Það er þá bara kominn 4.jan. Það þýðir bara eitt, ég er að fljúga út til London á morgunn.
Ég fékk svo ódýrt flug út með Iceland Express sem var eins gott því flugið frá London til Melbourne var frekar dýrt; 68.000 kr....bara önnur leiðin. En sem sagt, ég mun eyða heilum degi í London þar sem flugið mitt 6.jan til Melbourne er ekki fyrr en hálf 10 um kvöldið. Ég hef því ákveðið að kíkja á útsölur. Ætli maður rölti ekki niður High Street í Kensington og kíkji í nokkrar búðir. Svo eru Toni og Carel búin að segjast keyra mig á Heathrow. Það er ágætt að þurfa ekki að berast mikið með þessar töskur, ábyggilega 50kg.

Síðan mín er ekki orðin smá sumarleg, enda fannst mér það við hæfi þar sem ég er nú á leiðinni út í sumarið í Ástralíu. Jæja ég skrifa ábyggilega ekkert meir hér fyrr en ég er komin út. Ég skal reyna að vera dugleg að blogga.

Engin ummæli: