mánudagur, apríl 12

Ég er ekki búin að skrifa þónokkuð lengi af því að það er búið að vera ógeðslega mikið að gera hjá manni. Við erum búin að vera á fullu hvern einasta dag. Hvað höfum við gert???? Hmmmmm.
# Verslað og verslað meira
# Fórum í dýragarð
# Klöppuðum kengúrum og gáfum þeim að borða
# Höfum keyrt heilmikið, td Great Ocean Road
# Farið á ströndina
# Horft á 'surfara' á öldunum
# Gist í hjólahýsagörðum
# Fórum á fjölskyldu picnic
# Fórum á stórt útisafn um gullæði og létum taka gamaldags mynd af okkur i gömlum fötum
# Farið út að borða

Svo eigum við eftir að fara í leikhús á morgunn og svo förum við til Sydney næstu viku og verslum meira :)

Davíð "litli bróðir" er kominn með blogg. Það er hægt að kíkja á það á tenglunum hjá mér.

Engin ummæli: