sunnudagur, mars 28

Já Erla og Tinna lentu heilar a húfi i gærmorgun en samt mjög þreyttar. Vid fórum bara í smá göngutúra í gær til að lífga þær aðeins upp. Við kíktum á ströndina og láum svo í sólinni í stórum garði hérna rétt hjá.

Stelpurnar voru svo aðeins hressari í dag sem var líka eins gott þar sem það fór uppí 33 stiga hita. Við keyrðum í rúmlega klukkutíma á "alvöru" strönd þar sem voru "surfarar" og alveg fullt af fólki. Erla og Patrick voru að leika sér á Boogy brettum en ég og Tinna vorum meira bara að slaka á í sólinni. Við kíktum líka í allar surf búðirnar eins og Quicksilver og Rip Curl og keyptum okkur allar sandala og stelpurnar keyptu líka boli.

Patrick og ég verðum svo að vinna á morgunn en ég held að stelpurnar ætili kannski eitthvað að kíkja í bæinn. Það á reyndar að vera rigning en það verður ábyggilega ekkert svo kalt.

Engin ummæli: