miðvikudagur, apríl 14

Phhúfff. Það er 32 stiga hiti í dag og hvasst. Það er eins og einhver hafi kveikt á risa hárþurrku úti. Ég, Erla og Tinna erum á leiðinni niðrí bæ. Veit ekki alveg hvað við gerum, sennilega kíkjum við í búðir. Við fórum í leikhús í gær að sjá "The Producers" eftir Mel Brooks. Það var alveg frábært! Þetta var afmælisgjöfin hennar Erlu. Hún varð 21 árs í gær. Til hamingju!
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Það er bara 1 og 1/2 vika eftir af fríinu mínu :(

Svo er Þóra loksins byrjuð að blogga.

Jæja best að fara að drífa sig út í hitann.

Engin ummæli: