Þessi dagur er buinn að vera eitthvad svo ömurlegur. Já ég meina verri en venjulegur mánudagur.
Við gerðum svo sem ekkert voða mikið um helgina, nema jú við fórum út að borða á laugardagskvöldinu. Þetta var voða finn veitingastaður, maður er ekki vanur ad fara á svona dýra staði svo madur vissi varla hvernig maður átti að hegða sér. Á sunnudeginum slappaði maður svo bara af. Við fórum í göngutúr meðfram ströndinni og enduðum á dönskum víkingamarkaði. Þar keypti ég meðal annars kransakökubrauð….mmmmhhh.
Bara 5 dagar þangad til Erla og Tinna koma!!! …..ekki að maður sé neitt að telja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli