laugardagur, mars 20

Ég er alein heima i dag. Patrick fór til Dunnstown þvi hann þarf ad gera ýmislegt þar. Þad er svo sem alveg ágætt því ég ætla að reyna að þrífa þetta andsk...eldhús. Ég er búin að ætla að gera þetta síðasta mánuðinn en ég er svo löt. Maður verður nú að fara að sópa út dauðu kakkalökkunum áður en stelpurnar koma. Nei ég er nú bara að grínast, það er ekki svo ógeðslegt. Í alvörunni það eru engar pöddur hérna.

Ég bara trúi ekki að um næstu helgi verði Erla og Tinna komnar hingað til Melbourne. Það verður ekki smá fyndið.

Veðrið er bara búið að vera fínt. Það er engin steikjandi hiti en samt bara mjög gott veður. Stelpur það er sko algjör óþarfi að koma með úlpur.

Engin ummæli: