laugardagur, maí 3

Laugardagur - Verslunardagur: Keyptum okkar svona hitara/loftræstingu í dag. Þetta er sem sagt bæði hitari og kælari og með 'timer'. Nú ætti manni ekki að verða kalt í vetur.
Svo keyptum við líka grænmetissæðlinga fyrir veturinn. Núna er réttur tími til að setja niður gulrætur, gulrófur, rauðraufur, lauk, baunir og ýmis salöt. Líka tími til að setja niður túlips-og páskalilju lauka.

Ég er svo búin að vera rosa myndarleg í dag. Bjó til hádegismat sem var kjúklings og aspars smjördeigsrúllur, síðan bakaði ég banana og kanil köku. Var að pæla í að baka kanilsnúða en vissi ekki hvað ég gæti notað í staðinn fyrir hjartarsalt þar sem ég hef aldrei séð svoleiðis hér. Held reyndar að það sé hægt að nota lyftiduft og matarsóta í staðinn. Kannski að ég búi til svoleiðis á morgun ef ég nenni. Já svo enda ég daginn með að búa til Stroganoff í kvöldmatinn. Svona er laugardagurinn hjá mér....frekar fréttalítill.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist vera brjálaður myndarskapur í eldhúsinu í Ástralíu líka ;)
Búin að prufa kanelsnúðana?
Kveðja frá Árósum