þriðjudagur, maí 27

Já ég horfði á Eurovision (svona með öðru auganu). Keppnin var reyndar ekki sýnd hér fyrr en á Sunnudeginum þannig að maður vissi nú hver myndi vinna. Ég verð nú að segja að íslenska lagið var alveg hræðilegt, sérstaklega byrjunin. Gjörsamlega æpti "Páll Óskar" (eða Paul Oscar). Parið stóð sig nú annars vel. Hef ekki hugmynd um hvað þau heita en þetta lag átti aldrei neina von um að vinna, þó að mörg önnur lög hafi verið alveg jafn slæm (eins og þýska lagið sem var í svipuðum dúr). Annars finnst manni nú stigagjöfin alltaf jafn skemmtileg. Sjá hvaða lönd gefa hvaða löndum stig. Það var nú samt svoldið skömmustulegt að sjá hvað Skandinavíulöndin gáfu eiginlega bara hvert öðru stig......en annars býst ég við að Ísland hefði ekki fengið nein stig...hahaha. Jæja maður verður þá bara að bíða til næsta árs og vonað að Ísland komi nú með eitthvað almennilegt lag.

Svo var afmælið hans Patricks í gær. Orðinn 35 ára kallinn.
Við fórum til Melbourne um helgina og gistum þar eina nótt svona af tilefninu. Það var rosa fínt. Ég gaf svo Patrick svona Espresso/Cappachino vél sem er rosa vinsæl og búið að gera marga Cappuchinos. Versta er að ég er að reyna að drekka ekki mikið kaffi og get því ekki notið vélarinnar það mikið.

Svo er orðið svoldið kalt hérna, allaveganna á nóttunni. Dagarnir eru nú örugglega bara svona eins og kaldir íslenskir sumardagar. Það fer yfirleitt bara upp í 13-14 stig yfir daginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með kallinn : )

Sólveig.