mánudagur, júlí 16

Ég ákvað að taka mér veikindafrí í dag. Verð nú að jafna mig eftir að hafa haft litlu systur mínar hjá mér í 5 vikur. Jú svo er ég víst líka með rosalegt kvef og hita held ég.

Annars var gærdagurinn svoldið sögulegur.
Stelpurnar fóru í flug um 11 leytið í gærkvöldi (og sitja víst enn í flugvél greyin) en það munaði nú litlu að við kæmumst ekki á flugvöllinn.

Það tekur svona 1 og hálfan klukkutíma að keyra héðan á flugvöllinn í Melbourne. Við vorum búin að keyra í svona hálftíma þegar ljósin á bílnum allt í einu slökkna. Við rétt komumst upp brekku á 'hraðbrautinni' og bíllinn deyr. Gjörsamlega deyr. Eina sem virkaði voru aðvörunarljósin. Ég hélt að svona gerðist bara í bíómyndum. Þá er ég að meina að bílar bili á leið út á flugvöll. Við þurftum sem sagt að hringja í svila hans Patricks. Hann kom á sínum bíl og keyrði okkur á flugvöllinn. Það var svo hlupið að check-in sem var betur fer ennþá opið. Stelpurnar voru nú samt held ég síðastar að checka sig inn og ætli þær hafi ekki fengið verstu sætin í vélinni (við hliðina á klósettunum).
Jæja, stelpurnar komumst sem sagt út í vél, sem betur fer, annars hefðu þær kannski þurft að vera hér í nokkrar vikur í viðbót! (hahaha). Vona að ferðin gangi vel hjá þeim. Fékk SMS í morgunn og þá voru þær millilenntar í Hong Kong. Þær eiga svo að vera komnar til Íslands um 11 á mánudagskvöld. Pabbi muna að sækja!

Það eru líka ágætar fréttir með bílinn. Það var settur í hann nýr rafgeimir sem að kom honum aftur til Ballarat. Lítur út fyrir að það þurfi að skipa um Alternatorinn í honum. Vil nú taka fram að þetta er ekki bílinn okkar heldur bíllinn hennar Maureen. Já smá söguleg flugvallarferð. Stelpurnar litu nú ekkert út fyrir að vera allt of stressaðar en ég held nú samt að Erla hafi þurft að fá sér Gin og Tonic þegar hún var komin upp í vél.

Engin ummæli: