föstudagur, júní 1

Fyrsti vetrardagur hér. Já kom með tilheyrandi kulda og vætu. Týpiskt íslenskt veðurfar....kannski meira eins og íslenskt haustveður.

Annars eru stóru fréttirnar þær að systir hans Patricks, Toni (sem býr í London) og maðurinn hennar Carel eignuðust lítið stúlkubarn í gær. Ruby Kate var tekin með keisara um hádegi í gær 31.maí í London og vó um 2.6 kíló ( rúml 10 merkur). Bæði móður og dóttur heilsast vel.

Svo er bara vika í að Erla og Tinna lendi á Tullamarine flugvellinum í Melbourne. Já rosa spennó. Við erum enn ekki búin að redda neinu fyrir þær að sofa á. Vonandi að við verðum búin að redda allaveganna dýnu fyrir næstu helgi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju frænkuna : )

Kv. Sólveig.