fimmtudagur, júní 28

Þá eru Erla og Tinna komnar til mín. Við fórum upp til Port Douglas í viku. Port Douglas er lítill strandarbær í QLD, nálægt Cairns. Við kíktum þar í frumskóg og rákumst á nokkra krókódíla, snáka og eitraðar kóngulær. Svo fórum við líka að snorka í kóralrifinu mikla sem var rosa gaman þó að maður hafi verið smá smeykur fyrst að henda sér útbyrðis út á miðju hafi. Sjórinn þarna var sum staðar 15-20m djúpur. Við lifðum þetta nú samt af og eigum myndir til að sanna það. Við sáum allskonar sjávarverur, ma. Nemo, krossfiska, risa skeljar, risa fiska (og pínulitla sæta fiska) og svo hákarla. Þetta var alveg ótrúlegt. Alveg eins og að synda í einhverju ævintýralandi. Sjórinn er líka rosalega tær þannig að maður sér allt rosa skýrt.

Við erum núna komin aftur til Ballarat og það er frekar kalt og napurlegt. Við förum svo til Melbourne um helgina í smá verslunarleiðangur. Þetta er reyndar verslunarleiðangur númer 2 þar sem við vorum í Melbourne 1 dag áður en við flugum til QLD. Maður getur samt aldrei verslað of mikið.....nema þegar maður klárar peninginn sinn sem að lítur út fyrir að Tinna muni gera.

Svo í næstu viku er planað að fara í 6 daga ökuferð til Grampians fjallagarðsins og Mildura. Með þónokkrum stoppum.

Annars, hef ég sett inn nokkrar myndir hérna frá Port Douglas og Great Barrier Reef.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fórstu að synda með hákörlum? Ertu biluð manneskja!!! ;)

Kv.
Magga

Nafnlaus sagði...

Helling of myndum :O blogga oftar \o/
fyrir lillabro kk ?

Dabbi

Nafnlaus sagði...

Geggjað að kafa svona, já þetta er eins og annað land þarna undir niðri:)
Haldið áfram að skemmta ykkur svona
kv. Ásta Björk