mánudagur, maí 28

Jú ég hafði rétt fyrir mér. Grillveislan var úti. Sem þýddi að maður þurfti að drekka sér til hita. Það var reyndar bál útí garði og sat maður í kringum eldinn. Sem þýddi að maður endaði með hálfgerða reykeitrun og þurfti að setja öll fötin okkar í þvott morguninn eftir. Annars var partýið bara ágætt. Fólkið sem hélt partýið er að flytja til Saudi Arabíu í 2 ár. Konan er bresk en maðurinn ástralskur og ætla þau að kenna í alþjóðlegum skóla þar. Hitti svo líka írska stelpu í partýinu og skrifuðum auðvitað skemmtlegt sms til Helgu og Keith á írsku, he he.

Svo átti Patrick afmæli á laugardeginum. Hann fékk vélsög í afmælisgjöf. Jebb, rosa spennó. Reyndar keypti ég líka dvd og geisladiska handa honum. Svo keypti ég líka nýja sæng um helgina og kodda og rúmföt. Sagði Patrick að það væri líka afmælisgjöfinn hans, ha ha. Held að hann hafi samt ekki verið neitt það spenntur yfir því. Fannst eitthvað meira spennó að eiga vélsög. Ég er gjörsamlega ástfangin af nýju sænginni okkar. Rosa fín dúnsæng. Lá uppí rúmi mest allan sunnudaginn undir sæng og knúsaði nýja koddann minn. Komst svo varla fram úr rúmi í morgunn. Rúmið var bara allt of kósý.....en það er nú svo sem ekkert nýtt.

Ég komst nú reyndar fram úr rúminu á sunnudeginum til að elda afmæliskvöldmat handa Patrick. Eldaði Nautakjöt í Guinness, sem er svona nautakássa á Írskan máta. Já eldað í Guinness. En núna ætla ég að fara að horfa á Desperate Housewifes. Já ég horfi enn á þessa þætti á mánudagskvöldum í sjónvarpinu. Ég er svo gamaldags og downloada þessu ekki ólöglega af netinu eins og flestir aðrir.

Engin ummæli: