fimmtudagur, maí 24

Brrrrr.....komin vetur hér. Reyndar er fyrsti vetrardagur ekki fyrr en 1.júní en ég er búin að taka fram vetrarkápuna mína. Ég ætla svo að fara að kaupa nýja sæng handa okkur. Við eigum bara hálfgerða sumarsæng. Vantar sko almennilega dúnsæng.

Við erum reyndar að fara í grillveislu á laugardaginn. Ég vona samt að það verði ekki úti í garði. Þá verður maður að drekka svo mikið til að halda á sér hita. Svo á Patrick afmæli á laugardaginn en ég býst ekki við að við gerum mikið, nema að fara í þessa grillveislu. Ég elda svo kannski eitthvað gott handa honum á sunnudaginn.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott myndina á my Spaceinu þinu;) þarf greinilega að grafa upp þessar myndir frá því á hárkolludjamminu geggjaða eða koma þeim e-rnvegin a disk!!!
En hvað er malið með þetta My space, eg er ekki að fatta það??
kv Ásta Björk

Nafnlaus sagði...

jah ef það er kalt í kengúrulandi, þá er skítkalt á fróni.

snjókoma í maí takk fyrir.

kv. hanna

Olga sagði...

Þú ert sko greinilega ekkert að fylgjast með Ásta. Rosalega ertu eftir á, ha!
Það er rosalega mikið af fólki með svona MySpace síðu. Þetta er nú bara svona persónuleg síða þar sem maður getur bloggað, sent email, sett inn myndir og allskonar. Eina við þetta er að maður þarf að vera með síður líka til að skoða aðrar síður.

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki að fatta þetta MY SPACE dæmi...

Ég hef líka alltaf verið doldið eftir á...

Og já það er skítakuldi á fróni.

Kv.
Magga

Nafnlaus sagði...

hahaha Magga við erum greinilega á sömu línunni í lífinu , ég er engan vegin að fatta þetta My space, en samt flott síðan hjá þér Olga. Og getum við skoðað e-ð þar eða??
Kv. Björkin greinilega ekki alveg "inn" OMG

Nafnlaus sagði...

...og já... svo ég taki nú þátt í þessari veður umræðu og leggi e-ð til málanna þá er frekar heitt hér í Árósum en það voru 23 í dag sat inn í skólastofu og hitnaði og hitnaði varð rauðari og rauðari í framan hahaha, I know SEXY.... Skil kuldann í Ástralíu en á Íslandi come on það er að koma Júní hvers eiga Íslendingar að gjalda!!!
kv. Björkin

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kallinn Olga : )

Kv. Sólveig.