
Veit ekki hvort það var eitthvað tengt fyrsta vordeginum en það var allt brjálað í vinnunni í dag. Allar línur brennheitar. Ég held að allar bankatölvurnar hafi barasta hrunið á sama tíma. Fólk alveg að tapa sér. "Ef að þetta verður ekki lagað eftir klukkutíma þá mun bankinn tapa milljónum!" var meðal annars sem maður heyrði frá fólki. Það er sérstaklega stress þegar svokallaðir "dílarar" hringja. Það eru þeir sem vinna á verðbréfamarkaðnum og selja og kaupa verðbréf allan daginn. Afslappaðasta bankafólkið er frá Tasmaníu og síðan líka þegar maður fær símtöl frá eyjum eins og Fiji, Samóa eða Papa New Guniea. Það eru allir voða chillaðir þar en það getur samt stundum verið soldið erfitt að skilja eyjabúa þar sem þeir tala með fyndnum hreimi.
Annars er ekkert planað fyrir helgina. Bara að slappa af og vona að veðrið verði gott :)
1 ummæli:
frabaert ad thid hafid gott vedur, her bara rignir, og rignir, og rignir...!
Skrifa ummæli