Það ekki smá blíða í gær. 22 stiga hiti, algjör sumarblíða. Við stóðumst ekki freistingarinnar og stukkum útí gróðrarstöð og keyptum allskonar fræ og sæðlinga fyrir grænmetisgarðinn okkar. Plöntuðum sem sagt lauk, blómkáli, brokkolí, baunum, gulrótum, hreðkum, zuccini, gúrku, chilli, spínat, hvítkál og iceberg. Keyptum líka tómat-og jarðaberjaplöntur og svo má ekki gleyma sítrónutrénu. Maður er bara hálveginn kominn í sjálfþurftarbúskap hérna. Vantar bara nokkur hæsni og eina kú.
Fór aftur í bæinn í dag (það var reyndar ekki eins hlýtt í dag - komið aftur jakkaveður) að leita að afmælisgjöf handa Lucy. Hún á afmæli um næstu helgi. 22ára. Ég endaði á með að kaupa kampavínsglös handa henni. Veit ekki hvort hún á þau eða ekki. Þarf ekki að vera þar sem hún býr enn heim hjá foreldrum sínum. Læt svo eina flösku fylgja með. Mér er semsagt boðið í 2 afmæli um næstu helgi, bæði á laugardeginum. Svo er annað 21 árs afmæli um helgina þar á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli