mánudagur, júlí 3


Þá er pabbi búinn að tilkynna mér það að hann sé búinn að fjárfesta í mótorhjóli. Þorði ekki að spyrja hvort hann hefði reddað sér leðurjakka líka. Finnst samt líklegast að svo sé. Held að það hafi samt alltaf verið draumur pabba að fara á svona "road trip" í Ameríku. Þið vitið eins og myndin Easy Rider. Það kæmi mér því ekkert á óvart ef að það yrði næsta trip hjá pabba. Í staðin fyrir Ameríku þá gæti hann kannski komið til Ástralíu og keyrt í kringum landið. Það myndi ekki taka nema nokkrar vikur.

Tinna siss var svo að kaupa sér bíl hef ég heyrt. Opel Corsa '96 held ég. Pæjan náttúrulega aldrei heima núna, alltaf á rúntinum.

Við höfum ekki keypt okkur nein tól eða tæki hérna nýlega. Við verðum að fara að kaupa okkur þvottavél samt. Orðin hálf pirruð á að þurfa að fara í þvottahús í hverri viku. Já ekki eins spennandi og mótorhjól, þó að það sé alltaf jú góð skemmtunn að sitja með poppkorn og horfa á þvottavélina þvo, hring eftir hring eftir hring eftir hring.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó jú pabbi keypti sér leðurjakka og buxur!

Og bíllinn minn er strax bilaður, entist í heila fjóra daga maður!