þriðjudagur, júní 27

Þá er helgin liðin.
Laugardagur: Fór í bæinn og keypti svona ullar-undiráklæði á rúmið á hálfvirði í Kmart. Það er rosa kósý að sofa á svona sérstaklega um miðjan vetur.

Sunnudagur: Fórum á fótbolta hádegisverð í Dunnstown. 2500 kall á manninn, en maður fékk fría 3 verða máltíð og ókeypis áfengi. Presturinn sem að gifti okkur í Melbourne (Father Bob) var með ræðu. Hann er frægur prestur, sérstaklega í Melbourne þar sem hann er bæði með útvarpsþátt og sjónvarpsþátt sem heitir "Speaking Tongues". Þetta er ekki neinn svona Jesús þáttur heldur hálfgerður gamanþáttur þar sem Father Bob er sko ekki feimin við að segja skoðun sína á öllu milli himins og jarðar. Látið ekki myndina plata ykkur, hann er ekki beint neinn venjulegur prestur. Sumir myndu segja að hann sé ga ga. Hvað sem öllu því líður þá er hann alveg frábær skemmtun og það er alltaf full messa í kirkjunni hjá honum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vetur + Ástralía ....

Olga mín.... Ertu búin að gleyma hvernig var að vera á Íslandi um veturinn?