Kominn febrúar!
Það er búið að vera hið fínasta veður hér siðustu daga 23-25 stiga hiti. Það hellirigndi í tvo daga í síðustu viku og slökkti í öllum eldunum, sem betur fer.
Ég held bara áfram í atvinnuleit. Hef enn ekki heyrt neitt frá neinum. Ég held reyndar að sumt af þessum vinnum taki þónokkurn tíma að koma í gegn. Ég vona samt að ég heyri eitthvað í þessari viku. Ekki að mig hlakki neitt rosalega til að byra að vinna 9-5 mánud-föstud en maður verður að komast í einhvern aur. Ég hef ekki unnið í 4 mánuði og það er farið að sjá svoldið á buddunni.
Það er búin að vera einhver bjöllufaraldur hér (þá er ég ekki að tala um Volkswagen). Á hverju kvöldi koma inn í húsið svartar bjöllur, svona svipaðar og járnsmiðir nema þessar geta flogið. Þær komast inn um pinulitlar glufur og sækja í ljós. Þær fljúga í smá tíma en gefast svo upp og detta niður. Mér finnst eins og ég sé föst í einhverri hryllingsmynd. Þær eru viðbjóðslegar, sérstaklega af því þær fljúga. Þær byrjuðu bara allt í einu að koma fyrir 4 dögum, hef aldrei séð þær áður. Ég ætla að reyna að finna út úr þessu á netinu á eftir. Hvað maður gerir til að losna við fljúgandi bjöllur.
Annars hef ég ekki orðið vör við neitt mikið af öðrum kvikindum nýlega. Það eru alltaf litlar kóngulær hér og þar og það er eðla í stærri kantinum sem lætur sjá sig í garðinum en hún lætur sig alltaf hverfa um leið. Þetta ár á víst að vera slæmt snáka ár en ég hef ekki séð neinn....ennþá. Það var víst snákur í húsi hérna ekki langt frá um daginn en þeir eru frekar sjaldgæfir á þessu svæði. Það er best að byggja hús á smá palli (svona sumarbústaðapalli) með nokkrum tröppum því snákar geta ekki farið upp tröppur!
Já svona er lífið hér "downunder" eins og er. Bið að heilsa.
1 ummæli:
oj skordýr! það jafnast þó ekkert á við feitar stórar kóngulær!!!
aaaaahhhh....
Kv. Magga
Skrifa ummæli