Þetta er búin að vera Formúla 1 helgi. Já Formúlan var hérna í Albert Park, sem er hverfið sem við búum í og bílarnir eru ekki smá háværir. Við fórum ekki á Formúluna heldur stungum við af og fórum til Dunnstown. Við fórum bara á pöbbinn þar á laugardagskvöldið. Svo í morgunn fengum við lánaðar dýnur og sængur handa Erlu og Tinnu. Það eru enn næstum 3 vikur þangað til þær koma en við förum sennilega ekki til Dunnstown aftur áður en þær eru hér.
Annars er ég með áhyggjur af veðrinu hér. Það var ekki smá kalt í dag svo kannski er sumarið bara búið. Stelpur munið eftir að taka með ykkur peysur og jakka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli