Það er strax kominn sunnudagur. Ekki smá fúllt.
Hef ekkert gert um helgina sem er svo sem allt í lagi af því við erum að spara pening. Ég ætlaði að þrífa eldhúsið í dag en nenni því varla. Ætli maður neyðist samt ekki til þess áður en það fyllist af kakkalökkum eða einhverjum öðrum fjanda.......nei stelpur, það eru engir kakkalakkar hérna.
Bara 2 vikur + 3 dagar þangað til ég er komin í frí. 13 dagar þangað til Erla og Tinna lenda á Melbourne flugvelli. Rétt rúmlega 100 dagar þangað til ég hætti í vinnunni :) Guð hvað það verður yndislegur dagur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli