fimmtudagur, mars 4

Einn dagur eftir af þessari viku. Þetta er búin að vera erfið vika. Andrew eigandi lögfræðifyrirtækisins er búin að vera að gera mann gráhærðan. Ég nenni nú eiginlega ekki að tala um það hér. Ég hef aldrei vitað um neinn jafn skapbráðan. Maður veit varla hvort maður á að hlæja eða gráta þegar hann fær sín frægu köst. Já það er mikið af fyndnu og skrítnu fólki að vinna með mér. Annar gaur sem vinnur hjá Logie, John, vann á Íslandi í nokkra mánuði 1970 og eitthvað. Hann vann á Akureyri og hann sagði að það hefði ekkert verið hægt að gera þar nema drekka. Ég held reyndar að hann hafi verið þar svoldið um vetur svo það var ábyggilega ekki mikið hægt að gera. Ég held samt að honum hafi alveg líkað ágætlega þar.

Það eru víst allir að fara að eignast börn hérna. Allir vinir hans Patricks eru ad fara eignast börn á næstunni......það eru allaveganna 4 börn á leiðinni og eitt fæddist bara fyrir nokkrum dögum. Þetta er nú eitthvað hálf skrýtið þar sem þau eiga öll að fæðast í sept/okt. Ætli það hafi nokkuð verið 'orgy' um jólin.

Jæja ég nenni þessu ekki lengur. Ég er að fara að horfa á ER.

Engin ummæli: