miðvikudagur, febrúar 25

Öskudagur

Ég er búin að finna út hvernig ég get skrifað islenska stafi. Ég nota ‘symbol’ takkana í Word. Þetta er samt mjög seinlegt svo ég held ég nenni ekki að nota þetta mikið.

Jennifer sem vinnur með mér og er upprunnin frá Indlandi var með svartan kross a enninu á sér þegar hún kom úr mat. Hún hafði sem sagt farið i kirkju og það er gerður kross á ennið á fólki með ösku. Jennifer er mjög skrýtinn karakter. Mér finnst reyndar allt fólk sem ég hef hitt frá Indlandi vera hálf geggjað. Kannski er þetta bara menningin þar.

Engin ummæli: