Ok núna er maður komin aftur. Ég hef eiginlega ekkert getað verið á netinu í vinnunni af því það er verið að kanna internet notkun hjá starfsmönnum. Því hef ég ákveðið að taka því rólega so fólk haldi ég geri eitthvað annað en bara hanga á netinu allan daginn.
Já svo er víst Valentínusardagur á morgunn. Við ætluðum að fara til Ballarat en ég bíst ekki við að við förum það á að vera svo rosalega heitt og það er ógeðslegt að vera í bíl í þessum hita, þar sem við erum ekki með loftræstingu. Það á að fara uppí allavegana 41 stiga hita.
Annars hefur nú voða lítið gerst. Bara sama sagan, vinna, éta og sofa. Það er föstudagskvöld núna og maður er bara heima. Nennti ekki að gera neitt í kvöld, er bara að horfa á The Mexican í sjónvarpinu. Brad Pitt er alltaf flottur.
Ég reyni að skrifa eitthvað inn á hér aftur um helgina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli