Ég var að hugsa um hluti sem ég á eftir að sakna við að búa í Melbourne eftir að við förum til Íslands:
- Kaffihúsin og grísku sælkerabúðirnar sem selja æðisleg salöt, ólívur, dýfur og osta.
- Labba út á götu á sunnudagsmorgun og setjast inn á kaffihús og panta morgunmat eða kaupa take away kaffi og blaðið og koma med heim.
- Sumarveðrið
- Flest er á hálfviðri miðað við verðlag á Íslandi (launin eru samt svipuð)
- Afslappandi lifsviðhorf hjá fólki
- Labba a pöbbinn og hitta nágrannana
.....bíddu af hverju erum við að flytja héðan.
Nokkrir punktar sem ég sakna við Ísland:
- Fjölskyldan og vinir (Ástralia er bara svoldið of langt i burtu)
- Tala íslensku ef ég man hvernig
- Hitaveitukerfið (já já ég veit ég er nörd...en maður verður að hafa búið í húsum i öðrum löndum um vetur til að átta sig á því hvað við höfum tað gott að hafa heita vatnið til að hlýja sér og geta verið í heitri sturtu eins lengi og maður vill :))
- Ísland er jú eyja en það er samt ekki langt að fara til annarra landa
- Öryggi, þad er ábyggilega alveg jafn líklegt að maður verði rændur á Íslandi en samt....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli