Þá er kominn sunndagur og helgin á enda. Við fórum á veðreiðar í gær. Þetta eru ekki venjulegar veðreiðar, heldur eru þetta hestar sem brokka og draga kerru sem að "ökumaðurinn" situr í. Það var heilmikikð af fólki þarna en fólk var ekki mikið uppáklætt og það var ekki neinn með hatt. Ég vann engan pening, ég tapaði samt ekki miklu enda veit ég hvenær maður á að hætta.
Maður hefur bara verið að taka því rólega í dag. Sem sagt maður hefur ekki gert neitt. Jæja maður verður að reyna að koma sér út úr húsi og versla í matinn, það er ekkert til að borða og ég er að deyja úr hungri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli