Ég horfði smá á Eurovision á Sunnudeginum. Já það var sýnt einum degi seinna hérna. Ég var reyndar búin að komast að því að Ísland hefði ekki komist í gegn. Ég sem sagt horfði á einn klukkutíma af keppninni, en svo byrjaði Grey's Anatomy og ég skipti um stöð til að horfa á það og ég verð nú að viðurkenna að mér fannst það skemmtilegra. Það voru nú bara þónokkuð af fólki sem horfði á þetta í vinnunni. Maðurinn sem situr við hliðina á mér tók þetta upp og er búin að horfa á þetta 3 sinnum og hlær alltaf jafnmikið í hvert skipti. Ég held að hann eigi ekkert líf.
Já svo fattaði ég að ég hefði misst af kosningunum. Fékk ekki einu sinni tækifæri til að kjósa. Það gerir nú samt ekkert til. Ég er viss um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samt unnið.
Annars er mesti spenningur í lífi mínu Supercoach Footy. Þetta er keppni þar sem maður setur saman ástralskt fótboltalið og keppir á móti öðrum keppendum. Ég er í 3. sæti í minni keppni (NB Patrick er bara í 8. sæti) og er orðin algjör meistari í að skipta út leikmönnum og setja saman alveg frábært lið. Það eru bara 2 stelpur í keppninni sem ég er í (af 16) og ég er hærri en allir aðrir sem við þekkjum í keppninni og ég hef það á tilfinningunni að hinir strákarnir séu hálf fúlir yfir að Íslensk stelpa sé að vinna þá...hehe.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli