föstudagur, september 8

Í hvert skipti sem ég blogga núna þá deyr áströlsk hetja. Síðast var það krókodílamaðurinn, núna er það ökuþórinn Peter Brock. Hann er nú sennilega ekki mikið þekktur á Íslandi en hann er mjög þekktur hér. Keyrði V8 kappaksturbíla. Hann keyrði á tré í kappakstri í dag. Þið vitið að svona hlutir gerast alltaf í þrennum. Þannig að maður bíður eftir næstu frægu persónu að láta lífið í einhverju fáranlegu slysi. Kannski að Kylie verði fyrir eldingu eða Nick Cave látist eftir að hamsturinn hans réðst á hans og beit hann í slagæð. Bíðið þangað til ég blogga næst!

Jæja jæja, í bjartara tal. Ég er sem sagt að fara í 2 afmæli annað kvöld. 22 ára matarboð hjá Lucy og svo 21 árs afmæli þar á eftir á pöbbi í bænum. Mun sennilega bara taka því rólega á Sunnudeginum enda bara spáð rigningu alla helgina. En okkur vanta sko rigningu áður en sumarið kemur.

Engin ummæli: