Helgin var svona frekar róleg. Gerði ekkert á föstudagskvöldið. À laugardaginn fórum við í fertugsafmæli sem var svo sem alveg ágætt nema við þekktum voða fáa þar og vorum ekkert voðalega lengi. Sunnudagurinn var svo hreingerningardagur. Eg hef aldrei seð baðkarið okkar svona skjanna hvítt. Ég prófaði eitthvað nýtt efni og það var ekki smá gott, allir blettirnir hurfu. Ég var mjög hrifinn.
Ég tala eins og Marg Simpson :)
Það er mánudagur í dag og eigandi fyrirtækisins er í frekar vondu skapi. Maður verður sko gjörsamlega að tipla á tánum í kringum hann. Mér tókst að forðast hann mest allan morguninn en svo spurði hann mig hvar einn af yfirmönnunum væri og ég vissi það ekki. Hann varð rauður og þrútinn í framan og þrusaði pappírunm sem hann hélt á í borðið. Ég gat varla annað en brosað, enda hegðar hann sér eins og smákrakki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli