sunnudagur, febrúar 8

Ok bloggið virðist vera komið í lag núna og ég gerði ekki neitt. Það hlýtur eitthvað að hafa verið að hjá Blogspot.

Við fórum á tónlistarhátiðina í gær. Veðrið var æðislegt. Það var ekki smá gaman. Þetta voru nú samt allt svona frekar gömul bönd. The Wailers voru bestir. Fyrir þá sem ekki vita þá var þetta bandið sem lék með Bob Marley og þeir spiluðu öll Bob Marley lögin. Það lá við að það byrjuðu að vaxa á manni 'dreadlocks'. Svo voru The Pretenders líka mjög góð. Við vorum þarna allan daginn og ætluðum svo að fara út um kvöldið en maður var bara orðinn of þreyttur og ég held ég hafi líka verið búin að drekka alveg nógan bjór. Við vorum komin heim klukkan 9:30 og ég var ábyggilega sofnuð klukkan 10.

Í morgun höfðum við það svo rosalega gott. Við fórum og fengum okkur morgunmat á einu kaffihúsinu hér í næstu götu. Ég fékk mér hrært egg með geitaosti og vorlauk á ristað súrdeigsbrauð með ný kreistuðu appelsínudjúsi. Patrick fékk sér 'poached' egg á ristað brauð með grilluðum tómötum og cappuchino. Það var meiriháttar gott að sitja út í sólinni í morgunn (áður en það varð of heitt).

Patrick er núna á St Kilda Festival sem er svona úti-götu hatíð með tónlist og allskonar. Hann fór með nokkrum vinum sínum frá Dunnstown. Ég ákvað að halda mig frá þessu því ég verð að vinna á morgunn (Patrick tekur sér frí) svo ég gæti hvort sem er ekki verið ad drekka mikið og ég veit að það verður mikið drukkið ;) Það er líka rosalega heitt, allavega 35-36 stiga hiti.

Engin ummæli: