sunnudagur, febrúar 1

Hey ég er komin aftur ;)
Maður er að reyna að blogga en ég held ég sucka þokkalega í því.
Annars erum við búin að ákveða að koma heim til Íslands og búa í einhvern tíma. Hver veit, ef við fílum það þá setjumst við jafnvel bara að :)
Við komum sennilega í byrjun júlí!!!

Annars gerði maður ekki mikið um helgina. Við fórum á pöbb á föstudagskvöldið sem heitir Limerick Arms og hittum nokkra vini okkar þar. Það var alveg ágætt. Maður varð frekar fullur og ég byrjaði að segja að fólk væri "full of shit" og hagaði mér fáranlega. Ég held samt að allir hafi verið fullir svo ég held engin hafi eiginlega tekið eftir því.

Á laugardaginn ætluðum við að fara á Marocco veitingastað en Patrick var enn hálf þunnur svo við gerðum ekki neitt. Pöntuðum pizzu.

Sunnudag fór Patrick til Dunnstown (klukkutíma frá Melbourne) og ég fór niðrí bæ að versla. Ég ætlaði að heimsækja Emmu (sem vinnur með mér) því hún er nýbúin að flytja í nýja íbúð, en hún var að fara í fimmtugs afmæli svo ég bara fór í bæinn og keypti mér ný undirföt ;)

Annars er maður núna bara að hlakka til að Erla og Tinna (systur mínar) komi í heimsókn til manns. Þær ætla að koma í endaðan mars :) Það verður ekki smá gaman.

Ok verð að fara að sofa. Það er sunnudagskvöld og maður verður víst að fara að vinna á morgunn.

Engin ummæli: